Kría

Krían er einn eftirtektarverðasti fuglinn við vatnið. Hún er mætt eins snemma að vori og henni er mögulegt og hún yfirgefur ekki vatnið fyrr en henni er það lífsnauðsynlegt. Hún er mikil félagsvera en leggur að sama skapi ekki eins mikið upp úr eigin fjölskyldulífi sem miðast aðeins við skylduna að viðhalda stofninum. Gengur kærileysi hennar og hentistefna við hreiðurgerðina og ungauppeldið algjörlega fram af sumum heimakærum fuglum sem liggja samfellt á eggjum sínum þó að kosti þá margar hungurvökurnar auk sem þeir líta ekki af ungunum allt sumarið. En krían er ekki að vasast í smámunum út af eigin fjölskyldu. Þegar hennar tími er kominn skellir hún sér niður úr loftunum og verpir við hliðina á einhverri vinkonunni, hámark þremur eggjum en oftast bara einu eða tveimur. Síðan lítur hún snöggvast við "heima" hjá sér til að viðhalda lágmarks hita á eggjunum en eftir að ungarnir eru skriðnir úr þeim þá skilur enginn fugl í því hvernig ungum kríunnar tekst lifa af, að stækka og þroskast, því það er algjör hending að foreldrið gefi sér tíma til að skjóta að þeim hornsíli. Krían er nefnilega sjálfskipuð "lögregla" vatnsins þar sem hún sér um eftirlit, annast aðvörunarkerfi, skipuleggur og stjórnar aðgerðum þegar hrekja þarf óboðinn gest frá garði. Vegna þessarra ómældu vinnu, 24 tíma á sólarhring, allt sumarið, þá fyrirgefa fuglarnir við vatnið henni hömluleysið, afskiptasemina og smámunasemina minnugir þess hve hún hefur ósjaldan lagt sig í lífshættu við að bjarga eggjum þeirra og ungum frá því að lenda í kjafti einhvers vargsins. Þess vegna gæti enginn sem til þekkir hugsað sér Úlfljótsvatn án kríunnar þrátt fyrir allt. /GG

Ljósmyndari: Jakob Sigurðsson | Staður: Reykjavíkurtjörn | Tekin: 24.5.2003 | Bætt í albúm: 14.5.2006

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband