Bjarni F. Einarsson, doktor í fornleifafræðum hjá Fornleifafræðistofunni vann að fornleifaskráningu vegna deiliskipulags í landi Úlfljótsvatns. Myndin sýnir rúst fjárborgar við Borgarhóla sem eru NV af Hrútey. Aldursflokkun rústarinnar er tímabilið 1550-1900 og er ástand rústarinnar talið ágætt. Varðveislugildi og minjagildi telur fornleifafræðingurinn vera talsvert. Í athugasemdum með skráningunni kemur fram að ef ekki sé hægt að tryggja öryggi minjanna þurfi að rannsaka þær með leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Ekki er að finna í kynningargögnum framkvæmdaraðila áætlun um að vernda þessa gömlu fjárborg, frekar en aðrar fornmenjar svæðisins, sem fundust fleiri en 93 á 68 stöðum. Var þó ekki öll landareign jarðarinnar fullkönnuð.
Ljósmyndari: Anna Soffía Óskarsdóttir | Bætt í albúm: 16.5.2006
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.