Óðinshaninn er einn af eftirlætisfuglum þeirra sem dvelja við Úlfljótsvatn.
Ekki verður sagt að hann sé uppáþrengjandi, hávær eins og stelkurinn eða athyglissjúkur eins og krían því hann er sáttur við umhverfið fái hann að vera i friði að elta síli og flugur.
Hann syndir þá í hringi eða sitt á hvað til að ýfa upp æti af botninum. En því heldur hann sig við bakkanna þar sem gynnst er en einmitt þess vegna verður hann auðveld bráð fyrir minkinn. Hefur honum fækkað mjög við vatnið af þeim sökum miðað við það sem áður var./GG
Ljósmyndari: Jakob Sigurðsson | Bætt í albúm: 23.5.2006
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.